Friday, November 12, 2010

– Bannað að snerta á kynfærum vina –



Við erum um það bil sjö sem höldum enn mjög góðu sambandi eftir menntaskólann, eitt par og fimm einstaklingar. Vissulega bjóðum við alltaf maka velkomna í gleðskapinn en ef slitar upp úr sambandinu hverfur makinn ávallt fljótlega en hinn gamli góði vinur verður um kyrrt.
            Nú fyrir stuttu gerði vinkona mín, Nína, þau mistök að sofa hjá stráki, Ólíver, sem er einn af þessum fimm ópöruðu einstaklingum innan vinahópsins. Þau vissu þó bæði að sambandið færi ekki lengra en það (hvorki í tíma né rúmi) og hafa þau enn ekki í dag tjáð neina ónánægju með þá ákvörðun. Þau hugsuðu hins vegar ekki til okkar hinna.
            Strákar, það eru miklar líkur að stelpur segi vinkonum sínum frá frammistöðu ykkar í bólinu. Og ef ein þeirra er í sambandi segir hún kærasta sínum og (ég er reyndar ekki vel að mér í strákaslúðri) hann segir sínum vinum. Auðvitað eru undantekningar á þessu en undantekningin sannar einmitt regluna. Til dæmis er parið í vinahópnum ekki vant að tala opinskátt um glæsilegan árangur þess í munnmökum eða nýju stellinguna sem það prófaði. En Nína er í raun sú allra málglaðasta manneskja sem ég þekki þegar kemur að kynlífi (já, að mér meðtalinni). Hún lýsti því fyrir okkur stelpunum hvernig Ólíver hefði fróað henni svo fast og mikið að henni hafði verið illt í klofinu daginn eftir. „Vá, fyrrverandi kærastan hans hlýtur að vera með massaðan sníp eða komin með sigg á skapabarmana!“ sagði hún í gríni. Ég hló ekki. Nú er mánuður síðan hún sagði mér þetta en í hvert skipti sem ég hitti Ólíver hugsa ég ekki annað en: Lélegur í rúminu, lélegur í rúminu, sigg á snípnum, lélegur í rúminu.
            Fólk, hættið sofa hjá vinum ykkar!