Friday, November 5, 2010

– Sorgleg ánægja –




Ég lagaði farðann inni á baðherberginu við hliðina á Bóksölunni. Undanfarna daga hafði ég gefið útliti mínu meiri gaum en vanalega, ef ég skyldi rekast á Eric aftur vildi ég líta vel út. Maskarinn var fullkomnari en nokkru sinni og björt augun blikkuðu sig í speglinum: „Þið eruð falleg í dag.“
            Ég gekk út, vissi ekki hvert leið mín lá og ég beygði til hægri niður stigann. Hælaskórnir gáfu mér þokkafullt göngulag og lengdu stutta fæturna. Ég hefði verið drottningarlegt hefðu brjóstin ekki hoppað svona með takti fótataksins. Tveir strákar fylgdust með þeim og litu ekki einu sinni framan í mig þegar þeir mættu mér. „Til hvers var ég að vanda farðan svona mikið ef enginn vill horfa á hann?“ En það var eins gott .ví neðst í stiganum stóð Eric, hann horfði í augu mín.
            „Eric?“ spurði ég. Hann svaraði engu heldur gekk ákveðnum skrefum að mér og faðmaði mig að sér.
            „Ég get ekki hætt að hugsa um þig,“ hvíslaði hann.
            Ég vildi segja honum hvernig hann hafði setið um huga minn, neitað öllum öðrum hugsunum aðgang, en ég grúfði mig ofan í hálsakot hans án þess að segja orð. Rakspírinn ilmaði í heitum hálsi hans. Ég kyssti hann. Hann hélt mér fastar. Ég kyssti hann aftur. Leyfði ilminum að leika um vit mín.
            Ég veit ekki hversu lengi við stóðum í faðmlögum en þegar ég kyssti háls hans í þriðja skiptið lifnaði eitthvað við. Hann tók um höfuð mitt og varir hans léku um mínar varir. Andardráttur hans kitlaði varirnar mínar. Allur máttur fór úr líkama mínum en hann hélt mér uppi í faðmlögunum. Hann kyssti mig. Þessi langþráði koss var betri en nokkur hefði getað ímyndað sér. Fiðringurinn í maganum hefði getað flogið með okkur burt, upp stigann og út um neyðarútganginn. Flögrað um með okkur meðal snjókornanna í hlýjum straumi ástarinnar.
            Fingur hans leituðu niður eftir bakinu og ég fann máttinn koma aftur á ný. Tunga hans læddist inn um varir mínar. Hann faðmaði mig meira, ýtti brjóstkassanum upp að brjóstum mínum  og kleip í rassinn. Ég faðmaði hann þétt að mér og lét tunguna mína leika við hans. Því næst lyfti hann mér upp, tók mig í fang sér og gekk með mig inn undir stigann. Lagði mig niður í dimmasta hornið við hliðina á rauðri ryksugu.
            Við klæddum hvort annað úr, fyrst úr að ofan og því næst úr að neðan. Sjóðheitir líkamar okkur voru fljótir að hlýja kalt steingólfið. Hann kyssti mig upp magann þar til hann kom að vörum mínum. Hann kyssti þær um leið og hann renndi sér inn í mig. Það var auðvelt, ég var blaut. Ég missti andann. Aldrei nokkurn tímann hafði kynlíf verið svona dásmalegt. Ég var ástfangin og það var betra en öll leikföng eða sleipiefni sem heimurinn hafði upp á að bjóða. Hann byrjaði hægt, mjaðmirnar hreyfðu sig upp og niður meðan við kysstumst. Mér leið betur og betur og varð æstari og æstari. Takturinn varð hraðari og við héldum bæði í okkur andanum. Ég þurfti að bíta sjálfa mig í vörina til þess að stynja ekki svo hátt að allir út í Odda heyrðu í okkur. Hann hélt um axlir mínar og hreyfði líkama minn fram og aftur til að halda taktinum. Ég fann að fullnægingin nálgaðist og greip um ryksuguna með hægri hendinni og hélt í vegginn með þeirri vinstri. Háar stunur bárust frá honum. Svo háar að fótatak fólksins í stiganum hljóðnaði. Hann fékk það. Ég fann hvernig limur hans varð enn harðari inn í mér. Tilhugsunin varð svo, svo ... að ...
            Ég öskraði um leið og ég vaknaði við fullnæginguna sem kom svo snögglega. Kreisti sængina og lyfti bringunni upp í loftið. Ég lá í rúminu, svekkt yfir því að þetta hafði bara verið draumur. Tár byrjuðu að streyma niður kinnarnar meðan fullnægingin heltók líkamann.