Eins og ég sagði ykkur um daginn þá lentum við Freybjörn í „árekstri“ fyrir nokkru. Ég var samt ekki viss um að hann hafi áttað sig á því strax því næst þegar hann náði í mig lét hann sem ekkert væri.
Ég var nokkuð spennt að fá hann, enda aldrei komist fram hjá jafnstórri hindrun í sambandi áður. Ég fékk fiðrildi í magann þegar hann gekk inn til mín.
„Hæ!“ sagði ég og brosti út að eyrum.
„Sko, ég vissi að þú myndir bara skella á mig ef ég kæmi ekki í eigin persónu. Svo,“ hann hikaði, „ég fann þessa skemmtilegu síðu á netinu; fanneymango.blogspot.com. Atburðarásin þar svipar allmikið til ýmissa atburða sem gerst hafa milli okkar.“
Hjartað mitt hamaðist meðan hinar og þessar lygar og afsakanir hringsnerust í kollinum á mér. Hann beið eftir svari en ég gat ekkert sagt.
„Einmitt það,“ sagði Freybjörn án þess að blikka. „Þú ætlar ekki að segja neitt, er það? Gætir kannski byrjað á Eric Northman. Eða blásturshljóðfærablætinu þínu. Því ég hef allt kvöld. Ég er bara með ofvaxna krakkann í eftirdragi aðra hverja helgi.“ Hann gekk fram hjá mér, settist í sófann, kveikti á sjónvarpinu og gæddi sér á snakki úr skál á stofuborðinu. Egill Helgason blaðraði um bækur. Ég fékk mig loks til að hreyfa mig, vissi að þetta væri búið, þurfti að gera gott úr þessu. Ég settist hjá honum og sagði frá öllu. Auðvitað hafði hann lesið þetta allt áður og ég hafði ekki mikið meira til málanna að leggja en hann virtist feginn að ég segði honum þetta sjálf – og ekki undir nafni Fanneyjar Mango.
„Ætlarðu – að blogga – oh – um þetta?“ stundi hann meðan hann þrýsti riddaranum sínum inn í mig ofan á stofuborðinu. Líkt og flest öll sambönd mín virtist það ætla að enda með break-up-sex. Mér leið samt illa. Ég hafði sært hann mikið, sofið hjá bróður hans og talað illa um dóttur hans. Hann tók ekki í mál að ég yrði ofan á. Mér leið eins og hann vildi leyfa mér að finna fyrir sársaukanum sem ég hafði valdið honum. Þetta var erfitt. Ég fann ekki ryþmann og hárið mitt var fullt af snakki.
„Ég veit ekki,“ svaraði ég, „viltu það? Ég vissi ekki hvort hann væri að spyrja er að mynda einhvers konar fantasíu. „Hvað sem þú vilt,“ stundi ég út úr mér og reyndi að kyssa hann. Hann færði sig frá. Hvort það var ómeðvitað eða meðvitað vissi ég ekki. Ég var komin aftur í þennan pakka – ástríðulaust kynlíf. Nei. Ég skyldi búa til ástríðuna sjálf:
Ég tók um hnakka hans og togaði hann að mér svo varir mínar þrýstust upp að hálsinum. Ég saug og gældi með tungunni, stundi enn hærra og tók taktinn í mínar hendur svo við bókstaflega dönsuðum saman, lárétt ofan á stofuborðinu mínu sem brakaði í takt við okkur, eins og það væri að spila tónlist.
„Ég á eftir að sakna þín,“ hvíslaði ég í eyra hans og hélt áfram að gæla við hálsinn með tungunni.
„Er ég betri en Eric?“ spurði hann.
„Sýnd þú mér.“
Hann kyssti mig. Loksins. Fiðrildin í maganum byrjuðu aftur að flögra og ég fann hlýjan straum færast niður mænuna. Já, hann var betri en Eric. Hann var sá besti. Hann hraðaði á taktinum og þreifaði á öllum líkama mínum líkt og hann væri að leggja hann á minnið eða snerta hann allan áður en hámarkinu yrði náð. Ég strauk honum eins mjúklega og ég gat niður bakið þar til ég endaði við stælta rassvöðvana. Ég kleip hann og kreisti í takt við dansinn. Ég fann skökul hans verða grjótharðan inni í mér og vissi að aðeins nokkrar sekúndur væru í fullnægingu hans. Ég stundi eins hátt og ég gat svo hann gerði sér grein fyrir því hvað mér þætti þetta gott. Svo hann vissi að ég vildi ekki sleppa honum. Hann stundi á móti, tók um axlir mínar og ýtti sér að öllu afli inn í mér. Borðið söng sinn síðasta tón áður en það gaf undan og við duttum með borðplötunni niður á gólf. Ég fann hvernig fullnægingin heltók mig á sama tíma og lungun féllu saman. Ég náði ekki andanum. Það var óþægilegt en spennandi. Í lokakippi fullnægjunnar þandist brjóstkassinn út og mér leið eins og ég hefði endurfæðst, væri að draga andann í fyrsta skiptið.
„Fanney, er allt í lagi með þig?“ spurði Freybjörn.
„Já, bara pínu erfitt að anda.“
Hann stóð upp eins og skot. Limur hans benti út í loftið. „Vá, fyrirgefðu. Ég hef aldrei lent í þessu!“
„Ekkert mál.“ Ég vildi ekkert fara að segja honum hversu mörg svipuð atvik hefðu hent mig.
Ég trúi ekki að þetta hafi verið síðasta skiptið mitt með Freybirni. En nú er þetta stutta litla ævintýri búið. Bloggið eyðilagði fyrir mér besta samband mitt hingað til.