Friday, October 29, 2010

– Lengi lifi Tobba Marinos! –






Ég las þetta innlegg Tobbu áðan. Það var flott. Svona ættu fleiri konur að vera. „Leyfa sér að lifa“. Ég hef verið aðdáandi Tobbu lengi, þrátt fyrir að vera gerólík henni – allavega miðað við bloggið. Hún er lesblind, ekki góð í stærðfræði, veit ekki hver forseti Rússlands er, veit lítið um tónlist og er nokkrum kílóum of þung. Ég er hins vegar ekki lesblind, nokkuð góð í stærðfræði, ég veit fyrra nafn forseta Rússlands (Dmitry, sem er mjög algengt nafn), veit nokkuð um tónlist og er nokkrum kílóum of létt. Ég hef aldrei fundið fyrir stressi eða öfundsýki – svo virðist sem ég sé algerlega ónæm fyrir þeim tilfinningum. Ég mætti hins vegar vera hjálpsamari og ég kann ekki orð í portúgölsku. Ég, rétt eins og Tobba, á erfitt með að staðsetja mig í lífinu (sem gæti verið ástæða þess að ég er enn í HÍ), er viðkvæm – en læt engan sjá það. Ég er líka sæt og klár! Ég má lifa.
            Tobba er ávallt kynnt sem „ókrýnd slúðurdrottning Íslands“. Hvenær á eiginlega að krýna hana? Hana vantar kórónu.

E.s. Amalía var með næturgest í nótt. Mikið var hún hávær!