Wednesday, October 20, 2010

– Rúmævintýri Iceland Airwaves 2010 –



Já Rúmævintýri Airwaves voru nokkuð skemmtileg þetta árið – en misskemmtileg. Þau áttu sér reyndar ekki alltaf stað í rúminu, en ævintýri voru þau engu að síður.

Miðvikudagur: Blásturshljóðfæraleikarinn
Ég hélt að það yrði ekkert úr rúmævintýrum þetta kvöldið en allt í einu rakst ég á þennan yndæla blásturshljóðfæraleikara fyrir framan Bakkus seint um kvöldið. Ekki var mikil drykkja í gangi (miðað við hin kvöldin) en hann virtist vel í glasi. Eða kannski var hann bara svona vandræðalega edrú: reyndi eins og hann gat að koma mér heim til sín með asnalegum pick-up línum sem hann virtist hafa beinþýtt úr ensku. Ég man að á tímabili var hann að tala um hana og hænur (wtf?). Venjulega hefði ég ekki farið heim með honum en þar sem markmið mitt var einn á dag yfir Airwaves varð hann heppinn þar. Við fórum heim til hans og stunduðum svo-sem-allt-í-lagi kynlíf. Ég prófaði stellingu miðvikudagsins og gef henni tvær og hálfa stjörnu. Kannski gef ég honum bara tvær og hálfa stjörnu?  
            Ég læddist út um morguninn og skyldi eftir lítinn þakkarmiða með símanúmeri. Mér finnst svo dónalegt að kveðja ekki – held að það sé uppeldið.

Fimmtudagur: Englendingurinn
Nældi mér í einn útlenskan og fékk að gista á dásamlegu hóteli. Ókei, það var ekkert svo dásamlegt, frekar kaldhæðnislegt nafn á því: Room with a View. Út um gluggann var afbragðs útsýni yfir róna að pissa á staur við Ölstofuna.
            Englendingurinn minn bauð mér heim áður en tónleikar kvöldsins kláruðust. Ég bjóst við að hann væri spenntur yfir því að sænga hjá íslenskri stelpu. Ég var líka spennt. Ég hef samt sofið hjá Englendingi áður, eitt sinn þegar ég fór til London. Hann var nokkuð öðruvísi en ég ætti að venjast, breskur red-neck. Þessi var þó ekki eins og sá fyrri. Hann var með svart liðað hár, ágætis líkama og þegar ég vaknaði morguninn eftir komst ég að því að hann var í hljómsveit. Eða kannski voru herbergisfélagar hans í hljómsveit? Já, herbergisfélagar! Það gæti verið önnur ástæða þess að hann vildi fara svona snemma af tónleikunum; einhver labbaði beint inn á okkur. Það þurfti einmitt að vera á sama tíma og við vorum í föstudagsstellingunni. Hana hafði ég aldrei prófað áður, enda var hún nokkuð erfið. Ég hvet konur ekki til að prófa hana nema að þær treysti sér í hana. Ég æfi jóga einu sinni í viku og var samt næstum því dottin úr lið.
            Sirka þrír Englendingar sáu mig nakta þetta kvöld, að mínum Englendingi frátöldum. Við rákum vini hans út auðvitað. Þeir hafa ekki farið langt því tvisvar sinnum var bankað á herbergishurðina. Enginn kom inn, sem betur fer því ég var ekki búin að hylja mig – ekki það að vinir hans hefðu séð eitthvað nýtt.

Föstudagur: Allt annar maður
Ekkert virtist ganga að óskum. Ég hafði hugsað mér að ná mér í íslenskan tónlistarmann og reyndi hvað ég gat að spotta úr hina og þessa. En allir sem ég kom auga á virtust eiga kærustu. Ég fór meira að segja að pæla í nokkrum óaðlaðandi tónlistarmönnum en ekkert gekk. Allir voru í sleik nema ég! Þá rakst ég á blásturshljóðfæraleikarann minn aftur. Ég komst að því að hann hafi ekki verið svo fullur síðasta miðvikudag. Nú var hann það og var mun afslappaðri. Kannski hann hafi verið búinn að reykja eitthvað? Hann var eins og nýr maður.
            Í þetta skiptið létum við nægja að fara inn á lokað baðherbergi og stunda munnmök. GUÐ MINN GÓÐUR hvað blásturshljóðfæraleikarar eru góðir í munnmökum! Varirnar voru þrútnar eins og þeir séu alltaf með varasalvann sem þrýstir blóðinu út í varirnar – margar kynlífsvöruverslanir selja hann og mæla einkar með honum fyrir munnmök. – Tunga hans var einnig ofboðslega lipur, ekki veit ég hvort það hafi eitthvað að gera með hljóðfærið hans en það var ofboðslega gott hvernig hann lét tungubroddinn leika við snípinn. Og hvernig hann saug með þessum þrútnu vörum. Ég held ég hafi fengið fullnægingu á innan við mínútu. Virkilega magnþrungna fullnægingu. Mér leið pínulítið eins og ég hafi aldrei áður fengið fullnægingu. Ég titraði svo mikið að ég átti í mestu erfiðleikum með að launa honum greiðann. En hann fær fimm stjörnur fyrir þetta þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni þurft að nota liminn.
            Ef allir blásturshljóðfæraleikarar eru með svona varir hlýtur að vera fjör í lúðrasveitarbúðum. Ég hringi í hann, bókað mál. En ég vona að hann svari því ég held að ég hafi ekki náð eins góðum árangri.

Laugadagur: Puttarinn
Eftir alveg hreint frábæra tónleika með Robyn fór ég á Venue þar sem eitthvert ógeðið sannfærði mig um að koma með honum inn á klósett. Hann var skítugur og – ég veit ekki hvað ég var að hugsa. Ég leyfði honum að putta mig en ekki mikið meira en það. Ætla að leyfa Húð og kyn að taka burtu ógeðistilfinninguna.

Sunnudagur: :(
Var enn með of mikinn hroll frá laugardagskvöldinu til að tæla einhvern. Fékk samt fiðring í magann á Stórsveit Samma og Orphic Oxtra, svona margir blásturshljóðfæraleikarar... mmmmm...