Mig langaði að deila með ykkur minni merkilegustu reynslu frá fylgdarþjónustunni. Kannski er það svolítið heimskulegt af mér, að leggja fram trompið mitt svona snemma í blogginu en ég hef hvort eð er ekki í hyggju að skrifa í það í lengri tíma.
Kúnninn var þjóðþekktur einstaklingur, svo þekktur að ég get ekki einu sinni nefnt hann hér. Köllum hann bara Níels.
Níels var rammgiftur stjórnmálamaður með erfiðar hvatir. Hann vildi íslenskt, þess vegna bað Karl mig um að sinna honum en ekki asísku stelpurnar. Þar sem hann gat hvergi farið um óséður vildi hann ekki hittast á hóteli eins og flestir. Við ákváðum því að hittast í sumarbústað sem hann og kona hans áttu. Hann var vel falinn innan um grenitré og hæsta kjarr sem Ísland hafði upp á að bjóða.
Ég fékk bíl bróður míns að láni (því þá átti ég engan), sagðist ætla að hitta vinkonurnar úr Kvennó í sumarbústað. Það kom mér á óvart að hann skildi lána mér hann miðað við þá óhelbrigðu ást sem hann bar til hans (eða hennar, bróðir minn vildi meina að bíllinn væri kvenkyns). Ég man að foreldrar mínir höfðu nokkrar áhyggjur af honum í fyrstu, hann bónaði hann hana tímunum saman og talaði við hana. Því lofaði ég honum að fara vel með hana. Ég keyrði norður eftir landi þar til ég kom að bústaðinum, lagði bílnum við bílastæðið fyrir utan og leit á minnismiðann sem Karl, vinnuveitandi minn, hafði útbúið handa mér. Fjallkonubúningurinn sem Karl hafði sérstaklega látið sauma fyrir þetta verkefni hékk aftur í bílnum. Hjálpartækin voru í skottinu, ég hafði farið yfir þau áður en ég lagði af stað. Ræðan var þar líka. Ég lagaði farðann og dró djúpt andann, það hafði verið langt síðan ég tók að mér kúnna og þetta var mikilvægasti kúnninn minn hingað til.
„Halló!“ kallaði ég inn um dyragættina á sumarbústaðinum.
„Sæl.“ Níels kom fram og gekk í áttina að mér. „Sæl og blessuð, Tara.“ Hann hafði líka ákveðið nafn á mig.
Ég brosti. „Viltu byrja núna? Gæti ég skipt um föt einhvers staðar?“
„Baðherbergið er hérna og til vinstri.“ Hann benti inn ganginn.
Þetta var án efa stærsti sumarbústaður sem ég hefði farið í. Mun stærra en hús foreldra minna eða íbúðin sem ég leigði þegar ég var í sagnfræðinni. Hann var á tveimur hæðum en mér sýndist hann einnig hafa svefnháaloft. Ég fór inn baðherbergið sem lá að stofunni. Stofan var rúmgóð með leðursófasetti, arni og ísbjarnarfeldi sem lág þar á milli. Ekki veit ég hvort feldurinn hafi verið ekta, en það kæmi mér ekki á óvart.
Ég klæddi mig í samkvæmt lýsingunni: Í svarta kvenskykkju þrönga og undir hafði ég stuttan niðurhlut og silfurbelti um mig miðja, þunna skó á fótum, lítinn stinnan kraga um hálsinn, hulið höfuð með svörtu silki og kvenhatt með silfurskildi. Allt samkvæmt áætlun Níels.
Þessi kona hefur með öllu sorglega ásýnd, styður vinstri hönd undir kinn og horfir til himins. Til hægri handar standa nokkrar kýr og blína á hana, sem þeim finnist hún vera óvenjuleg að látum og limaburði.
„Óvenjuleg að látum og limaburði?“ spurði ég sjálfa mig. Hvernig átti ég að gera það? Og hvers vegna vill hann að ég leiki svona óhamingjusama konu? Það var ekki í minn hlut að gagnrýna kúnnann. Ég átti aðeins að hlýða. Ég setti upp fýlusvip og gekk fram þar sem Níels beið eftir mér á leðursófanum.
„Nei, nei, nei!“ hrópaði Níels.
„Hvað?“ spurði ég, ekki viss um hvort þetta væri hluti af leiknum eða hvort ég væri að gera eitthvað vitlaust.
„Þú átt að vera leið!“ sagði hann. „Ekki í fýlu eins og einhver lítil frekjudolla sem fékk ekki nammið. Reynum aftur og reyndu að vera leið, með sorglega ásýnd. Eins og þú sérð þá heldur hún meira að segja að kýr á beit séu að dæma sig, ekki sýna neinn vott af sjálfstrausti.“
Ég kinkaði kolli og flýtti mér aftur inn á baðherbergið.
„Ég sem hélt að karlmenn vildu sjálfsöruggar konur,“ hugsaði ég. Ég gæti ekki unnið þetta starf án sjálfsöryggis.
Ég leit í spegilinn og ímyndaði mér hvernig það væri að vera þessi kona. Ég reyndi að hugsa um eitthvað slæmt í mínu lífi, en ekkert hafði gerst sem hafði áhrif á sjálfsálit mitt. „Ef ég róa mig aðeins niður og slaka á andlitsvöðvunum gæti ég sýnst ágætlega leið,“ hugsaði ég og andaði djúpt.
Ég gekk hægum skrefum fram og horfði niður á jörðina. Níels var ánægðari og kvöldið hélt áfram eftir hans áætlun. Ég fór með ljóðið og hann afklæddi mig á meðan, sem var reyndar hið mesta basl vegna búningsins.
Svo kom að kynlífinu. Níels vildi endaþarmsmök. Hann vildi ekki taka mig, hann vildi að ég tæki hann. Ég varð við ósk hans og fór í strap-on, nærbuxur með gervilimi, smurði og rak hann inn í rassgat hans.
„Ég spurði konuna mína eitt sinn hvort hún vildi þetta,“ útskýrði hann fyrir mér meðan ég þrýsti vel smurðum gerviliminum inn í hann svo hann stundi. „Það sprakk allt í loft upp! Við stunduðum ekki kynlíf í marga mánuði á eftir, sem hefur að vísu gerst oft. Þá byrjaði ég fyrst að hitta Töru, hún er hjákona mín.“
Ég fann til með honum. Ég skil ekki hvernig fólk getur litið illum augum á svefnherbergisathafnir annarra, svo lengi sem þær gera ekki öðrum illt.
„Okei, vildi Tara setja á sig strap-on?“ spurði ég og gerði mér upp litla stunu í leiðinni.
Níels hló. „Onei, þess þurfti hún ekki.“
Við héldum áfram þar til Níels fékk fullnægingu og láum svo á ísbjarnarfeldinum fyrir framan arinninn, drukkum rauðvín og hann horfði á mig nota hin og þessi leikföng. Öll tengdust þau rassinum á einn eða annan hátt. Hann lét mig sjálfa setja butt-beadskúlur í mig og bað svo um að toga þær út.
„Vissurðu að aldur forngrískra kvenna miðaðist við giftingu, ekki fæðingu?“ spurði Níels.
„Nei, það vissi ég ekki,“ og rétti honum hringinn sem festur var við hinn enda butt-beadsperlufestarinnar. Hann togaði og ég gaf frá mér háa stunu sem var ekki alveg uppgerð.
Við heyrðum bíl keyra inn í innkeyrsluna við sumarbústaðinn.
„Hvað í andskotanum?“ æpti Níels og stökk út í glugga. „Feldu þig!“
Við hentum leikföngunum í töskuna, gerviliminum og sleipiefninu. Hann opnaði kústaskáp og benti mér á að skríða þar inn. Ég hlýddi og kom mér fyrir í snatri með töskuna. Allt varð svart. Örsnöggt sá ég hvernig Níels opnaði hurðina aftur og henti butt-beadskúlunum yfir hálsinn minn og lokaði.
„Ástríður! gaman að sjá þig hérna. Hvernig vissirðu hvar ég væri,“ heyrði ég hann segja.
„Hvar er hún?“ svaraði konan, sem greinilega hét Ástríður. „Hvar er þessi helvítis drusla?“
„Hvað meinarðu?“ spurði Níels. „Heldurðu að ég sé með einhverri konu hérna?“
„Heldurðu að ég sé heimsk, Níels? Heldurðu að ég viti ekki af henni?“ Ástríður var greinilega í mjög miklu uppnámi og mér heyrðist hún gráta. „Heldurðu að ég hafi ekki heyrt í þér í símanum: Ó, Tara, ó Tara! Og svo ferðu hingað, segist vera á fundi á Akureyri. Ég hringdi þangað! Þeir könnuðust bara ekkert við neinn fund.“ Ég heyrði skápahurðir skellast frammi. Ég vissi að ef hann fengi hana ekki til að hætta að leita þá myndi hún finna mig.
„Ástríður, róaðu þig. Eins og þú sérð þá er engin Tara hérna. Þú verður að treysta mér.“ Rödd Níels titraði af blíðu og áhyggjum.
„Treysta þér? Það er ókunnugur bíll í innkeyrslunni og þú stendur hér kviknakinn.“ Ástríður fór að gráta.
„Komdu hérna, ástin mín,“ sagði Níels. „Ég passa upp á þig. Ég elska bara þig.“
Ég þóttist heyra þau faðmast hinu megin við skápshurðina en þá reif Ástríður hurðina upp ég sá að ég hafði rangt fyrir mér.
„Hóra!“ skrækti hún þar sem ég blasti fyrir henni nakin með notaðar butt-beadskúlur vafðar um hálsinn. Hefðu aðstæðurnar verið öðruvísi hefði ég hlegið að ofurrænsæja viðurnefninu sem hún gaf mér. Svo greip hún um hlut ofan úr hillu kústaskápsins til að lemja mig með, sem betur fer var það bara eldhúsrúlla en ég náði að smegja mér út úr skápnum og hlaupa út í bíl með töskuna í höndunum og eiginkonuna á hælunum. Ég hljóp út án þess að líta til baka, niður tröppurnar og út á mölina. Steinarnir sukku inn í iljar mínar svo Ástríður náði mér undir eins og hélt áfram að lemja mig með eldhúsrúllu. Níels náði okkur við bíl bróður míns og hélt utan um konuna sína. Ég smegði mér nakin inn í bílinn og ætlaði mér að keyra í burtu en sá að Ástríður hafði lokað innkeyrsluna af með sínum bíl. Þá kom aðeins tvennt til greina, leyfa afbrýðisamri eiginkonu að berja mig smám saman til dauða með eldhúsrúllu eða eyðileggja elskuna hans bróður míns. Ég gaf í, eldhúspappír þyrlaðist upp í reykmökkinum. Ég keyrði inn í rjóðrið og út úr lífi hjónakornanna.
Það var ekki erfitt fyrir mig að komast á veginn. Ég þakkaði Guði fyrir bíladellu bróður míns, hann hafði látið stækka dekkin svo hann í raun sveif yfir kjarrið. Ég keyrði nokkra metra í burtu og stoppaði svo í afleggjara fyrir sorpbílinn. Ég leitaði í töskunni en fann engan fatnað annan en lítinn kraga og hatt sem tilheyrðu búningnum. Fötin mín og veskið hafði ég skilið eftir inni á baði. Ég setti kragann á og vonaðist til þess að hann gæfi bílstjórunum í mótumferðinni til kynna að ég væri fullklædd.
Um það bil kortéri seinna keyrði lögreglubíll framhjá. Hann snarstöðvaðist og snéri við. Kraginn hafði brugðist mér. Þetta var hin meinta lögregla Húnavatnssýslu sem aldrei gaf eftir. Ég hef látið fjarlægja hrók úr leggöngunum mínum en þetta var án nokkurs vafa vandræðalegasta stund lífs míns. Að sitja í bílstjórasæti og láta lögreglumann lýsa vasaljósi sínu á ber brjóstin mín og neðar. Vera tekin í varðhald fyrir ósæmilegu hátterni (þar held ég að þeir hafi átt við nektina) og bílnúmersleysi. Spjaldið hafði víst dottið af þegar ég keyrði í gegnum rjóðrið. Og vera svo með áfengi í blóðinu í þokkabót.
Á lögreglustöðinni á Blönduósi hringdi ég í Karl og bað hann að sækja mig. Lögreglumennirnir lánuðu mér bol til að sofa í en áttu því miður engar nærbuxur. Það fannst þeim fyndið. En ég svaf lítið á hörðum bekknum. Núna vissi ég hvernig það var að vera ósjálfsörugg.
Karl kom að sækja mig á lögreglustöðina við dögun. Hann talaði við lögregluna og leysti mig út. Ég fann ég fyrir undarlegu augnráði lögreglunnar þegar hún rétti mér aftur töskuna, fulla af kynlífsleikföngum, flestum notuðum.
„Ég fór í kynningarferð í gæsun,“ laug ég. „Endilega kíktu við ef þú hefur áhuga, Adam og Eva!“ Ég brosti og tók við töskunni.