Friday, October 1, 2010

– Hreinir Karlar og nýtt hobbý –



Eins og ég minntist á í síðustu færslu hef ég óttalega gaman af hreinum sveinum. Ég tók strax eftir því þegar ég eignaðist minn fyrsta kærasta að ég var búin að eignast nýtt áhugamál:

Fyrsti kærastinn minn var einu ári eldri og ég var hans fyrsti dráttur. Samtals hef ég afsveinað þrjátíu og þrjá karlmenn. Ef til vill fleiri þar sem að sveindómur er ekki talinn eins guðdómlegur og meydómur, þvert á móti finnst körlum vandræðalegt að viðurkenna hann. Ég hef þó aðeins afmeyjað eina konu, fjörutíu og fimm ára lesbíu sem þorði ekki út úr skápnum. En hún er komin út núna, ég sá hana leiða aðra miðaldra konu á Gay Pride 2007 hátíðinni. Hún þóttist ekki þekkja mig.
Ég fór alltaf varlega þegar ég var í menntaskóla. Ég fór í Kvennaskólann svo ekki var úrval karlmanna mikið, ég vildi heldur ekki vera þekkt sem skólahóran svo ég keypti mér stundum ballmiða á böll í öðrum skólum þar sem fáir þekktu mig. Þá reyndi ég yfirleitt að ná mér í einn hreinan og leyfa honum að „skíta sig út“. Þeir hringdu sjaldnast eftir á, og ef þeir gerðu það voru þeir yfirleitt að leita að sambandi sem ég hafði engan áhuga á. Það var þó einn strákur sem skildi mín mörk. Hann hét Karl og var mitt fyrsta „booty-call“. Við gátum hringt í hvort annað þegar við urðum einmana og svalað okkar kynferðislegu þörfum, algerlega ófeimin við að láta hinar og þessar blætiskenndu þrár í ljós. Ég man hvað honum fannst gott að stinga tungunni í eyrun mín. Ég hef samt aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af því en leyfði honum það samt, enda leyfði hann mér að gera ýmislegt sem enginn annar hefur viljað gera með mér síðan þá, eins og stóra buttplugga. En svo sá hann mig eitt sinn leiða annan strák og varð öfundsjúkur og klíndi tyggjógúmmíi í hárið á honum. Hann baðst afsökunar seinna og við enduðum samband okkar.
            Þrjátíu og þrjár afsveiningar virðast eflaust frekar margar í augum flestra. Ég er alveg sammála því, en flestir hafa heldur ekki þann óseðjandi losta gagnvart kynlífi og ég.
Ég hitti Karl ekki aftur fyrr en þremur árum seinna. Það var sumarið áður en ég byrjaði í lögfræði í Háskóla Íslands og ég og vinkonur mínar höfðum ákveðið að eyða sumrinu í Kaupmannahöfn. Ég rakst á hann á blætisklúbbi og þar rifjuðum við upp gamla tíma. Ég hafði ekki skemmt mér svona vel síðan ég hitti hann síðast. Bæði hann og leikföngin höfðu þróast.
Daginn eftir bauð hann mér hádegisverð á Íslendingakrá. Við töluðum saman, sögðum frá lífi okkar og framtíðarplönum. Hann var að byrja sitt annað ár í viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur en hafði sjálfur stofnað fyrirtæki fyrir hálfu ári síðan. Þetta var fylgdarþjónusta. Tvær stelpur unnu fyrir hann, báðar asískar. En eftirspurnin kallaði á Íslendinga og bauð mér því að starfa. Ég hafði hugsað mér að fá mér vinnu með skóla og greip því tækifærið.
Þar hafið þið skýringuna á þessari háu tölu hreinna sveina.