Tuesday, October 12, 2010

– Rúmævintýri Iceland Airwaves 2009 –



Nú er Airwaves hátíðin að byrja og ég læt mig ekki vanta frekar en vanalega. Ég veit þó ekki hvort togar meira í mig áhuginn á tónlist eða áhuginn á þeim yfirgnæfandi meirihluta karlmanna sem taka mæta á hátíðina, og þá sérstaklega stóri hluti útlenskra karlmanna. Ég reyni yfirleitt að ná mér í einn mann á hverju kvöldi og þá yfirleitt ekki sömu týpurnar. Í fyrra svaf ég hjá fjórum strákum: einum útlendingi, einum íslenskum tónlistarmanni, einum fréttamanni/ljósmyndara og auðvitað einum hreinum sveini.

Miðvikudagur: Signore Fabio
Ég veit ekkert hvað hann heitir í alvörunni. En hann var ítalskur, held ég, allavega latino, svo ég kalla hann Fabio vegna þess hve mikill Fabio hann var. Get ekki lýst því betur:
            Við hittumst á leiðinlegum off-venue tónleikum. Ég fann hann stara á mig frá hinum enda salsins. Hann starði og starði og á endanum nennti ég þessu ekki lengur og horfðist í augu við hann. Hann blikkaði mig. Ég skimaði yfir mannfjöldann og sá að hann var best útlítandi af þeim karlmönnum sem þar voru svo ég blikkaði hann til baka. - Þvílík klisja, ég veit. - Hann hoppaði fislega yfir salinn í áttina til mín eins og hann væri að dansa tango.
            „Signorina bella!“ sagði hann. (Athugið að ég kann ekkert latneskt mál svo allt sem hann segir er eins málfræðilega rétt og Google Translate getur boðið).
            „Hæ, senjor,“ sagði ég.
            „No, no! Io sono un gentiluomo.“ Hann tók hönd mína og kyssti.
            „Do you speak English?“ spurði ég.
            „No, io non parlo inglese. Solo italiano.“
            „Frábært.“ Það var síðasta orðið í okkar samskiptum. Jú, fyrir utan að hann blaðraði endalaust meðan hann tók mig aftan frá inni á baðherbergi á klúbbi í Austurstræti. Ég hafði ekki getað hugsað mér órómantískara samræði með jafnrómantískum manni.

Fimmtudagur: Söngvarinn
Ég gef honum nafnið Tígri bæði vegna fatasmekks hans og vegna hljóðanna sem hann gaf frá sér meðan á ástarlotunum stóð:
            Ég hitti hann eftir giggið hans. Ég hafði aldrei heyrt í hljómsveitinni áður en vinkona mín var svo mikill aðdáandi að hún neyddi mig til að hanga fyrir framan lítið bakherbergi aftast á tónleikastaðnum. Hún bara varð að fá eiginhandaráritun, eða eitthvað. Ég naut tónlistarinnar þó ágætlega og hljómsveitin á eftir þeim var alls ekki svo slæm heldur. Frekar þung, en full af krafti (sem er líka nokkuð góð lýsing á frammistöðu Tígra í bólinu).
            Ég nennti ekki að hanga fyrir framan þetta bakherbergi og tróð mér í pittinn fyrir framan sviðið. Ég fór reyndar ekki alveg inn því ég nennti ekki að fá spark í andlitið og vera með glóðarauga það sem eftir var hátíðarinnar en ég hélt mér þó nógu nærri til að taka þátt í hinu óbeisluða svitabrjálæði. Ég fann þó að strákurinn fyrir aftan mig var óvenju sveittur og ég fann hvernig hann straukst mun blíðlegra upp að mér en gengur og gerist í pitti. En ég gat ekki litið við til að finna út hver þetta væri svo ég ákvað að snúa öllum líkamanum við. Ef mér litist ekki á hann myndi ég þykjast hafa ætlað að kaupa mér drykk á barnum og troðið mér þangað. En þetta var sjálfur söngvari síðustu hljómsveitar. Ég gat ekki látið þetta fram hjá mér fara og ... til að gera langa sögu stutta þá breimuðum við saman langt fram á nótt heima hjá honum.
            Hann var algjörlega ófeiminn og ég var greinilega ekki sú fyrsta sem hann svaf hjá. Hann var mjög reyndur, og ég komst að því seinna að hann var meira að segja reyndari en ég! En hann var líka eldri.
            Hann þekkti líkama minn betur en ég sjálf, var óskaplega næmur fyrir hverri snertingu. Hann var ansi lipur líka, verst hvað hann var svo mikið stærri en ég. Alls ekki feitur, bara hávaxinn og vöðvastæltur (ekki samt svona ógeðslegur eins og fitnesskarlar). Ég gæti hafa verið heilum meter minni en hann og auðvitað miklu léttari. En það þýddi líka að ég fékk að vera ofan á – score.
            Svo fann hann g-blettinn (sem ég á sjálf mjög erfitt með að finna) og gaf mér mína bestu fullnægingu síðan ég svaf hjá Karli í menntaskóla. Maður ætti kannski að hringja aftur í hann við tækifæri?


Föstudagur: Paparazzinn
Þarna var ég nærrum því lenti í slæmu veseni:
            Seint á föstudeginum fór ég á Jakobsen til að enda kvöldið í góðu DJ-partýstuði. Allar hljómsveitir voru búnar með settin sín svo þeir allra hörðustu héldu á Jakobsen til að vera þar fram eftir kvöldi. Ég og vinkonur mínar voru allar vel í glasi og dönsuðum eins og vitleysingar þar til allar vinkonru mínar voru byrjaðar að dansa við einhverja stráka, þar á meðal ein sem var á föstu. Allt í einu var ég orðin svakalega einmana og dansinn varð feimnislegur. Þá kom mér til bjargar þessi fyrirtaksljósmyndari og fór að taka myndir af mér. Ég og mitt ofvirka sjálfsálit tókum okkur til og pósuðum af krafti. Ljósmyndarinn fór að dansa við mig og dansinn varð sífellt erótískari. Þegar hann fór að reyna að troða myndavélinni upp undir pilsið mitt stoppaði ég dansinn og hann bauð mér heim.
            Heimilið hans var notaleg lítil kjallaraíbúð í vesturbænum.Rúmið hans var stórt og í miðju svefnherberginu. Allt var svart þar inni, rúmfötin, rúmið sjálft, bókahillurnar (og flestar bækurnar voru þar svartar líka), sjónvarpið, allt svart nema málverkið sem hékk fyrir ofan rúmið. Það var nýtískulegt, stórt og hvítt með fjólubláum línum sem stundum skárust á en byrjuðu meira og minna allar í efra hægra horninu og leituðu niður í það vinstra. Ég man vel eftir því af því að ljósmyndarinn vildi svo mikið taka mig standandi aftan frá í rúminu. Ég var meira og minna allt kvöldið með andlitið í málverkinu og hélt í það mér til stuðnings. Hann tók mig fast, skeytti litlu um hvað mér fannst. Kannski var hann bara svona slæmur í samanburði við Tígra sem ég var nýbúin að sofa hjá, en ég get fullyrt það að hann var engan veginn góður í rúminu og afar sjálfselskur miðað við flest aðra sem ég hafði sofið hjá fram að þessu.
            Ég vaknaði seinna um nóttina, það var kolniðamyrkur í herberginu og ég reyndi að þukla mig áfram í leit að fötunum mínum sem ég hafði hent af mér í allar áttir. Ég fann brjóstahöldin mín hanga utan á bókahillunni og tók þau frekar óvarlega niður. Lítil piparstaukur (sem passaði ekki beint við bókahillu) færðist til og þá tók ég eftir rauðu ljósi sem blikkaði fyrir aftan hann. Ljósið kom frá digitalmyndbandsvél. Andskotans ljósmyndarinn hafði tekið okkur upp! Ég ákvað, og ég sé ekkert eftir þeirri ákvörðun, að fyrst að hann hafi tekið myndir af mér ætlaði ég að taka myndavélina af honum.

Laugadagur: Sveinninn
Æ, þetta var slæmt. Virkilega slæmt. Kynlífið sjálft var dásamlegt. En eftirskjálftinn var mikill. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri hreinn fyrr en daginn eftir:
            Sveinninn naut þess að uppfylla allar sínar viðurstyggilegustu fantasíur, bað mig um að sleikja fingur mína eftir að hafa puttað mig, sem fæstir biðja mann um fyrr en eftir nokkur skipti. Sveinninn gekk að leikföngunum mínum eins og hann ætti þau sjálfur og spurði mig ekki einu sinni hvort þau væru hrein (sem þau auðvitað voru en flestir spyrja að því svona til öryggis – aldrei taka neinar áhættur í svona löguðu, það er ekki móðgandi að spyrja)! Hann setti titrara inn í mig meðan hann horfði á mig sleikja fingurnar en varð svo æstur að hann fékk það án þess einu sinni að koma við sjálfan sig. Svo fékk hann það tvisvar eftir það, aðeins einu sinni meðan hann var inni í mér og það í síðasta skiptið. Ég hefði mátt vita að hann var hreinn. Hann fékk það auðveldlega, var agressífur og fékk fullnægingu þrisvar sinnum sama kvöldið!
            Daginn eftir fór ég í eftirpartí til vinkonu minnar. Það var á sunnudeginum eftir lokatónleikana sem fáir nenna að djamma eftir á. En ég þurfti ekki að mæta í skólann fyrr en seint daginn eftir svo ég lét verða af því að fara.
            Þegar ég kom til hennar var Sveinninn það fyrsta sem ég sá. Hann kom auga á mig og leit út eins og hann hafði séð draug og honum svelgdist á bjórnum sínum og bókstaflega hljóp í burtu. Ég spurði vinkonu mína hver þetta væri.
            „Þetta er *Sveinninn*,“ útskýrði hún, - ég ætla auðvitað ekki að segja hans raunverulega nafn hér á blogginu. - „Vá, það er skemmtileg saga á bak við hann. Sko, hann og þessi stelpa þarna...“ hún benti á ljóshærða stelpu sem sat milli tveggja vinkvenna í stofusófanum, „hún er fyrrverandi kærastan hans. Þau hættu saman í síðustu viku en af því þau tilheyra sama vinahópi var henni líka boðið. Hann er reyndar búinn að forðast hana í allt kvöld, sem ég skil ekki. Ég hélt þau væru orðnir vinir.“
            „Hvað voru þau búin að vera lengi saman?“ spurði ég nokkuð slegin að heyra að ég hafi verið reboundið hans.
            „Rúm tvö ár,“ sagði gestgjafinn. „En þau stunduðu aldrei kynlíf! Foreldrar hennar eru voðalega trúaðir.“
            Ég fékk náttúrulega algjört sjokk að heyra þetta. Ég hafði verið frillan! Ég afsveinaði þennan strák sem þessi stelpa hafði verið að geyma í rúm tvö ár. Svo það sem eftir var teitisins vorum við öll þrjú sitt í hverju horninu.

Svona getur kynlíf verið flókið stundum. Ég hlakka til að lenda í Rúmævintýrum Airwaves 2010. Ég ætla mér að ná fullkominni hátíð aftur, kannski næ ég einum á sunnudeginum líka. Einn á dag.