Ég elska Hrekkjavökuna. Allar konur geta fengið útrás fyrir kvenleika sínum. Við sýnum það sem við eigum, bara fyrir okkur sjálfar. Reyndar finnst mér mjög gaman þegar karlar taka eftir mér, það er bara plús. En á þessum degi klæði ég mig í kynæsandi föt fyrir sjálfa mig.
Ég var í kattarkonubúningi, búningi sem ég mun ef til vill nota aftur í svefnherberginu. Enda fylgdi honum svei-mér-þá-góð svipa. Búningurinn var virkilega djarfur en þegar ég kom í Hrekkjavökupartýið sá ég að ég var síður en svo sú djarfasta þar inni. Þetta var ágætlega stórt partý. Ég þekkti um það bil helminginn af fólkinu þar svo það þýddi ekkert að gera neina skandala. Svo var Amalía, nýi meðleigandinn minn, líka að flytja inn fyrr um daginn og myndi ef til vill nota morgundaginn til að hamra á veggi og færa húsgöng til. Það þýddi að ég mætti ekki verða þunn og því mætti ég ekki drekka of mikið.
Partýið var frábært. Allt var svo fallega skreytt, hryllileg og bragðgóð Bloody Mary bolla var í boði. Fólkið var líka vel skreytt, allir mættu í búningum og voru margir hverjir mjög sniðugir. Hómer Simpson mætti með Duffbjóra, Randy úr South Park hoppaði um á eistunum og kynþokkafullt grasker svolgraði í sig allt of mikið af bollu. En ég hafði augun á Eric Northman úr True Blood. Hann stundaði nám með gestgjafanum, vinkonu minni, svo ég spurði hana hvort hann ætti kærustu. Þegar hún svaraði neitandi tók ég af skarið og sló hann á rassinn með svipunni þar sem hann stóð boginn yfir iPodinum sem stjórnaði tónlistinni. -Kannski ég hafi víst verið sú djarfasta þarna inni?- Honum brá en var ekki lengi að taka við sér, fór í karakter og leit á mig á lostafenginn hátt, alveg eins og Eric Northman. Það var mjög heitt, þótt hann sjálfur hafi ekki verið eins heitur og Eric, og ég bráðnaði öll og fór að flissa eins og ég geri alltaf þegar ég verð skotin. Hann hló líka og hellti í bollu handa mér.
„Svo, hvað heitir þú?“ spurði hann. En ég hafði meiri áhuga á Eric Northman en einhverjum háskólanema svo ég ákvað að halda leiknum áfram og þandi út brjóstkassann.
„Ofurhetjur gefa aldrei upp sitt raunverulega nafn,“ svaraði ég. Hann skildi leikinn og setti aftur á sig yfirvegaðan og áhyggjulausan svip.
„Ertu viss um að þú viljir vingast við mig, vampíru?“ spurði hann og fékk sér sopa af blóðlegri bollunni.
„Ég er kattarkonan. Ég laðast að grimmum verum.“
„Ofurkvendi,“ sagði hann, „þau bragðast vel.“
Kvöldstundin með Eric Northman var jafn skemmtileg og hún var góð. Við höfðum farið samferða partýfólkinu niður í bæ þar sem hann dró mig inn á skemmtistað. Við duttum aldrei úr karakter, fyrir utan þegar hann fékk sér bjór. Venjulega eru vampírur ekki hrifnar af áfengi. „I do not drink – wine“ eins og Drakúla orðaði það. Ég vildi ekki fá neitt svo þungt í magann – það er erfitt að stunda kynlíf með útblásinn maga.
Eftir heitan sleik á dansgólfinu virtist það ljóst að við værum á leiðinni heim saman.
„Til mín?“ spurði ég hann.
„Ertu að bjóða mér að sjá hið leynilega ofurhetjufylgsni þitt?“ spurði hann.
„Já, en er hvíldarstaður vampíra ekki alveg jafnleynilegur?“
„Langar þig að sofa hjá í opinni gröf í Gamla-Vesturbænum?“
Ég hló og hristi hausinn. Þá tók hann utan um mittið mitt og ýtti mér út af dansgólfinu og upp að veggnum. Hann kyssti mig. Ástríðufullt og óvænt. Ég fékk fiðring í magann. Hann sleikti niður eftir hálsinum mínum, tungubroddurinn kitlaði mig örlítið og ég fann hvernig það kveikti lostann í mér. Hann herti takið, fingurgómar hans þrýstust í bak mitt og tunga hans lék við háls minn af enn meiri ákafa. Svo saug hann. Gerði sogblett. Ég tók fast utan um rasskinnar hans til að sýna honum að ég var samþykk. Þá saug hann enn fastar og ég fann hvernig limur hans harðnaði innan undir buxunum. Mér leið eins og ég væri raunverulega bitin af vampíru. Ég hefði verið tilbúin til að hleypa honum upp á mig þarna á miðjum skemmtistaðnum. Geirvörturnar mínar urðu svo harðar að þær sáust í gegn um þunnan latexbúninginn. Ég renndi fingrum mínum upp bak hans, reif í vatnsgreitt hárið svo eyra hans bar upp að munni mínum sem sagði „komum heim.“ Ég nartaði í eyrnasnepilinn hans og rétti honum handtöskuna mína til þess að hann gæti falið harðan æsing sinn sem svo greinilega bungaði út milli fóta hans.
Við tókum leigubíl heim til mín, sátum hlið við hlið og strukum lærum hvors annars meðan við kysstumst. Um leið og við stigum út úr leigubílnum var eins og varir okkar límdust saman og við kysstumst alla leiðina upp lyftuferðina.
„Komdu.“ Ég dró hann inn til mín á hálsmálinu.
Við fórum inn í svefnherbergið mitt og ég losaði um svart reipi sem hékk niður úr loftinu og var bundið fyrir aftan skápinn minn.
„Haltu í þetta,“ sagði ég og rétti honum reipið. Og hann hélt um það meðan ég hneppti frá hverri tölu hans á fætur annarri og klæddi hann varlega, en ákveðin, úr skyrtunni. Því næst fór ég niður á hnén og losaði um beltisólina. Ég togaði niður buxurnar og nærbuxurnar fylgdu í kjölfarið. Hann var vel byggður. Frekar mjór, en þó mátti sjá móta fyrir sterkum vöðvum. Limurinn var stór (hann var engin hjartalaus vampíra, svo mikið var víst) og ég gat ekki beðið eftir að fá að gæla við hann. En fyrst vildi ég sýna honum hvort okkar myndi stjórna kvöldinu svo ég lamdi hann á berar rasskinnarnar með svipunni. Hann stundi, virtist líka þetta ágætlega. Ég er góð í dominant hlutverkinu, einn fastakúnninn minn er masókisti. Eftir örfá högg og jafnmargar stunur sleppti hann reipinu og sneri sér að mér. Svo hljóp hann að mér og ætlaði að rífa búninginn af líkama mínum en ég náði sem betur fer að toga niður rennilásinn áður en hann eyðilagði rándýr fötin. Hann henti mér berbrjósta upp á rúmið og togaði latexgallann af mér. Hann lagðist ofan á mig og kyssti. Aðeins g-strengur minn aðskildi okkur. Eric kyssti hálsinn og fór neðar og neðar. Sleikti hægt niður magann þar til hann var kominn að strengnum. Hann dró hann niður svo varir hans snertu lóruna mína. Hann færði mig alveg úr nærbuxunum svo hann kraup við rúmstokkinn. Ég setti fætur mína ofan á axlir hans.
„Stattu upp,“ skipaði ég. „Þú ætlar að taka mig aftan frá á hvolfi.“
Eric mótmælti ekki. En ég komst að því að stelling dagsins var ekki eins auðveld og hún virðist vera, og brjóstin hlýða þyngdarlögmálinu betur en myndin gefur til kynna. Stellingin var hins vegar mjög spennandi en eftir örfáar mínútur hætti hún að vera skemmtileg svo Eric lagði mig aftur niður en klifraði jafnóðum aftan á mig og sneri okkur á hliðina. Hann stakk skaufanum inn í sköpin, aftur og aftur meðan hann kyssti aftan á háls minn. Hann greip um brjóstin mín um leið og hann fékk það. Háværar stunurnar æstu mig svo mikið að litlu munaði að ég fengi það með honum. Hann skynjaði það og nuddaði lóruna mína með hægri hendinni meðan hann naut fullnægingarinnar, þá kom mín.
Var þetta ekki heitt? Ég hélt það! En þegar ég vaknaði um morguninn var hann á bak og burt og ekkert nafn, ekki einu sinni símanúmer! Nota vampírur ekki síma?